Léttara hjal.....
...því síðustu pistlar mínir hafa verið nokkuð þungir!!!
Allt í drasli hvað???
Ég er frekar ánægð með mig í dag.....búin að "sjæna" heimilið mitt nokkuð vel...mér blöskraði nefnilega um daginn þegar dóttir mín spurði hvort við ættum ekki bara að fá "Allt í drasli"-liðið heim til okkar til að gera fínt!!!!! Ég hélt nú ekki, ég gæti þetta alveg sjálf...bara spurning um að koma sér í það....en það er nú bara einu sinni þannig að ég er að vinna 100% vinnu, kem svo heim og þá þarf að þvo og elda og ganga frá hinu og þessu, sinna barninu og svo læra og þar af leiðandi verður eitthvað að sitja á hakanum....og ekki vil ég að það sé dóttir mín sem situr þar!!! Reyndar verð ég að taka það fram að Þórir er duglegur að hafa Grétu svo ég geti lært í friði og hafi ekki samviskubit yfir að geta ekki sinnt henni 100% og pabbi er ansi liðtækur í eldhúsinu!!
En semsagt...í dag ákvað ég að taka mér tak og fínpússaði allt...nema stofuna... því Gréta mín var í svo skemmtilegum leik þar...skúraði og gekk frá fötum, setti í þvottavél og soddan...svo "Allt í drasli" veriði bara velkomin!!!! Heheheh......
Ameríkufararnir...
...bræður mínir ásamt fríðu föruneyti fóru til New York í gær....verður án efa geggjað stuð. Diddi bróðir og Hlynur félagi hans voru búnir að panta sér miða á tvo körfuboltaleiki...enda sjálfir miklir körfuboltasnillingar...og Óli ætlaði að sjá Lion King einhversstaðar!!! Svo verður náttúrulega borðaður góður matur....Öfundsjúk.....neeeei, nei.....ekkert mikið :)
Talandi um Óla...hann þekkir náttúrulega heilan helling af fólki og pæliði í því...hann er að fara í FRÍ í viku og fólk var að koma með þvílíku listana og biðja hann að kaupa hitt og þetta...HVAÐ ER AÐ?? Það er eins og það fáist bara ekki neitt á landinu (þótt það kosti reyndar aðeins meira)....þetta er sko kaupæðaDELLA af verstu gerð...maðurinn vinnur eins og brjálæðingur og ætlar í FRÍ og endar svo á því að taka lista og hluti til að kaupa og skipta í Ameríku....Óli minn þú ert alltof greiðvikinn elskan!!!!
Ég sendi hann ekki með neinn lista...það eina sem hann MÁTTI gera var að finna búning fyrir Grétu því hún ætlar að hafa grímubúningapartý þegar hún verður 5 ára!! En ef ég þekki bróður minn rétt þá verður nú eitthvað meira í pokahorninu þegar hann kemur...og eflaust hjá Didda líka...enda eru þeir með eindæmum frábærir bræður.....ég gæti ekki hugsað mér betri bræður...!!!!!!
Læt þetta verða lokaorðin í dag....lifið heil!!!!!
2 Comments:
Mikið svakalega er gaman að lesa bloggið þitt, sérstaklega þegar ég fæ hrós !!!
Þú ert undraverður penni !
Sá linkinn á síðuna þína inn á heimasíðunni hennar Laufeyjar.. Virkilega gaman og gefandi að lesa bloggið þitt.. Gangi þér vel í skólanum.. Bestu kveðjur Ragna Jenný
Skrifa ummæli
<< Home