Gamlir dagar...
...lét loksins verða af því að fara með dóttur mína á Þjóðminjasafnið í dag...mikið afskaplega var það gaman. Þetta er afar fallegt safn og mikilvægt fyrir litla Ísland að varðveita söguna vel. Á safninu var mikið um leikföng síðan í gamla daga og það sem vakti mesta lukku hjá Grétu minni var sviðakjammi...pabbi var nefnilega með svið um daginn og hreinsaði beinið vel og gaf Grétu og sagði henni að svona hefðu leikföngin hans verið. Hún keypti líka tvo miða á hlutaveltu og fékk fjöður sem var penni og víkinga-armband. Það er svo margt sniðugt þarna og ekkert mál að fara með börnin, það er söguhorn þar sem Kristbjörg Kjeld segir þjóðsögur (Búkollu, Gilitrutt, Fóu feykirófu og fleiri). Svo mega börnin prófa víkingahjálm, sverð, skjöld, máta föt og fleira.
Síðan var færiband sem á voru hlutir frá 1900 -2000, mjög sniðug uppsetning!!
Hvet ykkur eindregið til að kíkja á Þjóðminjasafnið!!!
Sumarið er tíminn...
...þegar maður getur verið léttklæddur, þarf ekki að skafa og leyfir sér að vera ögn kærulaus. Spillir barninu sínu með ísbíltúrum, leyfir því að vaka þar til sólin sest...til að sjá bleikan og fallegan himininn...fer í sund, í göngutúra/hlaupahjóla og svona skemmtilegt!!! Ohhhh hvað ég hlakka til!!! Það eina sem ég hlakka ekkert sérstaklega til er að þurfa að kljást við geitungana og hunangsflugu-hlunkana sem by-the-way eru mættir!! Sá tvær í dag og váts.......!!!!! En þá er bara að nota djús-trikkið og tómataplöntur í alla glugga...takk fyrir!!!
Sem betur fer er að koma sumar...þá léttist líka lundin....og ekki verra að vita af utanlandsferð í lok sumar....rúsínan í pylsuendanum!!!!
Gleðilegt sumar :)
1 Comments:
Hæ Íris Dögg. Gaman að sjá að þú ert farin að blogga. Ég sit hér við tölvuna hjá tengdó í Vestmannaeyjabæ (er í fríi) og er búin að lesa bloggið þitt upp til agna :-)
Skemmtileg skrif og góðar pælingar t.d. með gamla fólkið, vistverndina, sunnudagaskólann, Bobby Fisher og bara allt saman...hehehehe. Þú varst nú alltaf mikill ritgerðar- og stafsetningarsnillingur í skóla :-) Jæja Íris mín, hafðu það gott. Hvað svo með hittinginn hjá mér, þér og Söru....komin eflaust 7 ár síðan það var planað :-) hehehhehehe. Bið að heilsa ! Heimsins bestu, Laufey
Skrifa ummæli
<< Home