þriðjudagur, apríl 12, 2005

Imbinn...

...getur nú fengið mann til að velta ýmsu fyrir sér...t.d í kvöld var ég að horfa á CSI....þar var atriði þar sem nýja gellan segist aldrei borða úti því....kokkarnir tali saman yfir matnum í eldhúsinu...þjónarnir endurtaka pantanir yfir borðunum og svo mætti áfram telja....mikið af DNA-sýnum á einum diski eins og það var orðað...ég hef ekki beint pælt í þessu svona...
Hún talaði líka um að hún borðaði aldrei afmæliskökur....þar sem allir væru búnir að blása á kertin!! Mér finnst þetta nú frekar mikill tepruskapur.....nánast eins og Michael Jackson-syndrome....en fær mann kannski til að hugsa....eða ekki!!!

Raunveruleikaþættirnir í sjónvarpinu

...allt er gott í hófi, ég horfi mikið á sjónvarp og glápi á Survivor, America´s Next Top Model, og svona EN... The Swan....hvað er það????? Ég sá hluta af þætti og hugsaði þá með mér: Nei Íris, hingað og ekki lengra...hér setur þú mörkin!!!!"
Mér finnst þetta ekki í lagi ...hversu lágt leggst fólk... þarna er verið að hafa fólk að fífli finnst mér...ég sá í einum þættinum sálfræðing sem sagðist ekki viss um að konan myndi komast í lokakeppnina því hún væri svo reið og þyrfti að vinna úr margra ára bældri reiði....svo eru konurnar þarna í 3 mánuði og sjá hvorki sjálfa sig né fjölskylduna í þann tíma, en eru fylltar af hinum og þessum efnum á hinum og þessum stöðum... svo er fitan soguð af þeim, tennurnar lagaðar, nefið lagað, pokar hér og þar fjarlægðir og svona mætti lengi telja...en mér er spurn...hvernig fjarlægja þeir margra ára bælda reiði á 3 mánuðum??? Er það sogað út með fitunni eða...??
Þetta er nú meira bullið....en sem betur fer er ON og OFF takki á sjónvarpinu/fjarstýringunni og manni er í sjálfvald sett hvað maður horfir á!!!! Ég hef sem betur fer nokkurn sjálfsaga og beiti honum á mig þegar svona vitleysa herjar á mann....

Mér finnst samt fyndið hvað fólk talar mikið um sjónvarpið og áhrif þess en gerir samt ekkert í því, ég meina fólk þarf ekkert að glápa á sjónvarpið, það má slökkva á því og grípa í spil eða annað..og það gerist ekkert hræðilegt þótt sjónvarpið sé OFF.... það er einna helst að maður er ekki viðræðuhæfur í kaffistofunni í morgunsárið en so be it!!!!

En jæja....best að fara að OFFa á mínum imba og fara í háttinn....Góða nótt!!!

2 Comments:

At 1:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Aldrei fattaði ég þetta með að það mætti slökkva á TVinu.
Þú kemur bara með nýjar víddir í þetta mál.
Gaman samt að lesa þetta hjá þér.

Kv, Þórir

 
At 5:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Einmitt, það er hægt að slökkva en stundum er það erfiðar eða forvitnin er yfirsterkari. Sumt er gengið alveg út í öfgar......fínt ef fólk lætur laga eitthvað sem hefur verið að hrjá það í mörg ár t.d. skakkt nef eða eitthvað álíka. En margt af þessu er too much! Þó maður sé ekki 100% eða 90% sáttur eða minna þá eru kannski einhver takmörk.
Mér er líka spurn.....þarf síðan ekki að halda öllum þessum breytingum við. Fara aftur og láta lagfæra e. einhver ár, hehe.

Ég er einmitt nýbúin að sjá þáttinn með DNA dæmið, hafði ekki alveg hugsað um þetta svona. En þar eru einnig öfgarnar, hver vill einmitt verða eins og Mikki. Held að við getum þá bara hætt að fara út úr húsi!

Kv.
Dóra Hanna

 

Skrifa ummæli

<< Home