miðvikudagur, apríl 13, 2005

Vistvernd...

...er ákaflega spennandi og gott fyrir alla að gera sér grein fyrir því hvað er gott og hvað er vont fyrir umhverfið. En það er dálítið erfitt að ætla að vera vistvænn og flokka ruslið sitt og svona þegar maður býr í lítilli íbúð og er ekki með geymslu og svona...eða hvað?? Er það kannski bara frábær afsökun??

Ég safna til dæmi alltaf dósum, gler-og plastflöskum og svona og fer með það í endurvinnsluna...ein stutt saga um það...ég fór með fullt af dósum og flöskum í desember og þar á meðal var ein ólífuolíuflaska. Maðurinn í endurvinnslunni hellti úr pokanum og sá flöskuna, skrifaði fjöldann á blað og sagði mér svo að ólífuolíuflaskan væri ekki talin með. "Allt í lagi" svaraði ég og hélt að ég mætti samt koma með svona flösku þangað, ég fengi bara engar krónur fyrir hana.
Svo ég, í sakleysi mínu, fer í næstu ferð með flöskur og dósir og tel þetta allt samviskusamlega og þegar maðurinn sturtar úr pokanum segir hann að hann telji bara 4 því ólífuolíuflaskan góða teljist ekki með. Ég þóttist svaka klár og sagðist nú vita það, mér hafi verið tjáð það síðast, en þá segir hann að ég verði að fara með svona flöskur í Sorpu, þeir hjá endurvinnslunni verði að borga sjálfir fyrir svona flöskur sem koma til þeirra. Ég var mjög kurteis (eins og mín er von og vísa) og sagði að það væri nú allt í lagi að segja almenningi það (og ætlaði þá að forðast að gera þessi mistök aftur næst) og þá hreytti hann því bara í mig að þeir væru alltaf að segja okkur þetta en við færum bara ekkert eftir því!!! Já takk fyrir það...sagði ég nú bara!!!
Í kvöld var ég svo að telja dósir og gler og var alvarlega að spá í að læða einni ólífuolíuflösku með.....en ákvað að sleppa því í þetta sinn!!

Ég safna semsagt dósum, og safna líka alltaf öllum blöðum sem koma inn um lúguna og fer svo með það í blaðagám...ég hendi þeim þó stöku sinnum í tunnuna því það er svo óhemju mikill pappír sem kemur inn um lúguna að það er ekki eðlilegt...ég þyrfti helst að fara annan hvern dag í gáminn ef ég ætlaði ekki að hafa poka með blöðum út um allt heimilið....að ég tali nú ekki um mjólkurfernurnar, hef aldrei lagt í að safna þeim!!!
Ég má hins vegar eiga það að ég spara rafmagnið...ég hef ekki logandi ljós í herbergi sem ég er ekki að nota, ég hef alltaf vanið mig á að slökkva á eftir mér!!! Ég reyni líka að stilla hitanum á ofnunum í hóf og svona.
Rafhlöður set ég í kassa og fer svo með á bensínstöð!! Ég hendi ekki rusli á víðavangi og hvað þá tyggjói (sem tekur 50 ár að leysast upp!!).

Í vinnunni höfum við reynt margoft að vera vistvænar...okkur gengur vel að spara pappírinn þegar við tökum okkur til, förum með fernur í fernugáminn, og lengi vel vorum við með úrgangskassa...hentum þar afgangsmat (við mismikla hrifningu starfsmanna reyndar) og bjuggum til mold!!! Því miður hefur það ekki gengið sem skyldi :(

Mín skoðun er sú að til þess að fleiri verði virkir þurfi að auðvelda fólki þessa flokkun, fá fleiri ruslatunnur við heimilin, (jafnvel eina fyrir blöð og fernur) eða hafa þetta allt á einum stað. Mér finnst fullmikið að fara í endurvinnsluna með það sem má fara þangað, blöð og fernur í gáma sem eru oftast við bensínstöðvar og svo ólífuolíuflöskur í Sorpu!!!!! Af hverju er ekki bara ein allsherjar endurvinnslustöð þar sem má fara með þetta allt saman???

Já...þær eru margar vangavelturnar í lífinu....

Góða nótt!!!!

1 Comments:

At 11:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert svo vistvæn Íris mín !!
Þetta með rafmagnið get ég sko sannarlega kvittað fyrir hjá þér.
Þú kannt sko að spara það!

 

Skrifa ummæli

<< Home