sunnudagur, apríl 10, 2005

Allt að gerast...

...páfinn dáinn, Megas orðinn sextugur, Finnsi vinur minn þrítugur í dag og Kalli prins loksins búinn að giftast henni Camillu sinni!!
Svona er lífið...þolinmæði þrautir vinnur allar og það sést...maður á líka að eltast við það sem maður vill...eins og Kalli, hann var ekkert að hætta við brúðkaup sitt þótt mamma hans ætlaði ekki að mæta í brúðkaupið...heheh... en svo þegar hún mætti var hún bara líka í hvítu...en það er ekki hefði fyrir því...alla vega hjá hefðarfólkinu...að aðrar konur en brúðurin séu í hvítu!!!! En talandi um Englandsdrottningu dettur mér í hug...

Gamla fólkið okkar...

...það er alveg hrikalegt að lesa blöðin þessa dagana og sjá og heyra hvernig farið er með gamla fólkið okkar, það er bitið, vannært, féflétt og ég veit ekki hvað og hvað!! Hvað er eiginlega á seyði? Ef ekki væri fyrir þessa eldri borgara og framlag þeirra til samfélagsins hvar værum við þá í dag?? Þetta fólk vann hörðum höndum að því að byggja upp landið okkar....sem NOTA BENE ...ráðamenn þjóðarinnar eru að selja og skemma smátt og smátt...(smá útúrdúr)!!! Það skortir alla virðingu fyrir þessu ágæta fólki!!

Ég og gamla fólkið

Þegar ég les þessar fréttir og frásagnir þá verður mér oft hugsað til þess að þegar ég var 12 eða 13 ára og þá fór ég að hugsa um hvað það væri sorglegt fyrir fólk að vera á elliheimili og eiga enga að, engin börn, barnabörn eða barnabarnabörn sem kæmu í heimsókn. Þá datt mér í hug að þegar ég yrði "stór" þá myndi ég vilja fara að heimsækja svona gamalt fólk og stytta því stundir, spila við það og svona. En svo er það nú þannig að maður er ekki nægilega framtakssamur og gerir ekkert í hlutunum...svo var það fyrir nokkrum árum að ég rakst á auglýsingu þar sem auglýst var eftir fólki sem vildi gera nákvæmlega þetta...heimsækja eldri borgara og þá rifjaðist þetta allt upp fyrir mér!!! Kannski á ég eftir að láta verða af þessu einn góðan verðurdag.

Ég hef gaman af því að hlusta á eldra fólk og heyra hvernig hlutirnir voru í gamla daga...enda er ég oft á tíðum mjög gamaldags...og þegar ég var á Ítalíu 1994 þá var ég mikið innan um eldra fólk og Grazia (konan sem ég var hjá) sagði einu sinni við mig að henni fyndist svo gaman að sjá hversu mikla virðingu ég bæri fyrir eldra fólki...það þótti mér vænt um. Og hún átti frænku sem var rúmlega sextug og hafði gifst seint og aldrei eignast börn og með okkur tókst mikil og góð vinátta og héldum við áfram bréfaskriftum eftir að ég kom heim aftur. Í einu bréfi sagði hún mér að ef hún hefði eignast barn hefði hún viljað eignast dóttur eins og mig!!! Þetta þótti mér svo vænt um, hún var svo yndisleg kona, en nú er hún látin.

En jæja...ég er fegin að þessi umræða opnast og það þarf eitthvað að gera í málum eldri borgara, hugsið ykkur hvað bíður manns, að þurfa að flytja á elliheimili og geta ekki haft alla hlutina sína hjá sér, þurfa að treysta á ættingja til að láta þvo af sér og þurfa jafnvel að deila herbergi með einhverjum öðrum...hvað á það að fyrirstilla??

Ég gæti nú haldið áfram með mínar skoðanir á þessu máli en læt hér staðar numið!!

Góðar stundir!!!

1 Comments:

At 12:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf jafn skynsöm stúlka.
Þú gætir meira að segja náð langt í pólitík ..... nema að þú myndir fara sömu leið og framsóknardruslan!! En það yrði nú engin hætta á því ... Dagný er bara tækifærissinni.
Hehehehe... þú verður bara að vera dugleg að blogga !
Kveðja, Þórir

 

Skrifa ummæli

<< Home