sunnudagur, janúar 28, 2007

Setningar úr bókmenntum

Eins og ég hef áður sagt hef ég ótrúlega gaman af því að lesa bækur og einu sinni las ég bara spennusögur en sl. 2 ár hef ég lagst yfir allskonar öðruvísi bækur og minnkað mikið að lesa svona afþreyingarbækur, en um jólin og núna í janúar er ég búin að lesa nokkrar. Það tekur mig yfirleitt bara nokkur kvöld að lesa eina bók þar sem ég les yfirleitt nokkrar bls áður en ég fer að sofa. Mér finnst mjög gott að slaka þannig á og hugsaði alltaf sem svo að þessar bókmenntir væru ekki svo flóknar og þetta er náttúrulega ekki eins og að lesa skólabækur, þar sem maður þarf að hafa hugann við og leggja á minnið. Þarna líður textinn bara áfram og maður þarf ekki að einbeita sér á sama hátt. Því hef ég oftast litið á bókmenntir sem ákveðna hvíld.
Oftast hef ég bara lesið þær og margar sem ég hef lesið skilja ekkert eftir sig en aðrar gera það þó....en eftir að hafa lesið Alkemistann og aðrar bækur Paolo Coelho sem og Munkinn sem seldi sportbílinn sinn, Flugdrekahlauparann og Svo fögur bein hef ég í meira mæli tekið eftir setningum í "venjulegum" bókum.
Ég las t.d bókina Farþeginn eftir Árna Þórarinsson og þar var eftirfarandi setning sem ég tók sérlega eftir og er minnisstæð:
"Hitt er jafn víst að þótt þú hafir ekki átt sjö dagana sæla, hvorki í lífi né starfi, skaltu ekki hætta að taka áhættu. Hún þarf bara að vera yfirveguð. Sá maður sem sem aldrei gefur færi á sér hættir að lifa lífinu til fulls. Láttu það ekki henda þig..." (bls 66).

Mér þykir því alltaf gaman að heyra af góðum bókum svo endilega látið mig vita þegar þið dettið niður á góðar bækur. Þær sem bíða núna lesningar hjá mér eru meðal annnars: Samskipti kennara og barna/Samskipti foreldra og barna, Hámarks Árangur, Lífsgleði njóttu og Leitin að tilgangi lífsins.
Hvort þessar verða lesnar fyrir sumarið veit ég ekki, annars fara þær með í sólina sem ég vonast til að komast í eftir útskrift!!

2 Comments:

At 5:32 e.h., Blogger Unknown said...

Fegraðu líf þitt er ein af mínum uppáhalds og Láttu ekki smámálin ergja þig! Búin að lesa þær oftar en einu sinni;) Og ekki má gleyma EKKI KLÚÐRA LÍFI ÞÍNU KONA! ;)

Ég get lánað þér Fegraðu líf þitt og Ekki klúðra lífi þínu kona;)

Knús til þín:O*

p.s. Við þurfum að fara að skipuleggja þetta djamm sem við ætlum að taka;) Spurnign hvort ég komi ekki bara við hjá þér- og við plönum þetta;)

 
At 6:09 e.h., Blogger IrisD said...

Játs endilega mar....fæ bækurnar lánaðar hjá þér í vor/sumar þegar skólinn er búinn og ég búin að lesa þær sem eru þegar komnar í röðina!!!

Endilega droppaðu við og ég fer með þig á lífið hehehehe....kossar til þín líka sys....

 

Skrifa ummæli

<< Home