miðvikudagur, janúar 17, 2007

Spilakassar/Happaþrennur

Ég var að horfa á Ísland í bítið í morgun og þar var verið að ræða við formann og varaformann samtaka spilafíkla. Mér fannst ótrúlegt að sjá að á BSÍ er spilasalur sem er opinn frá 7.30-20.30 og samkvæmt þeim sem vinna þar (eins og kom fram í Ísland í bítið) þá er fólk að stunda þessa spilakassa allan daginn og ráfar jafnvel á milli spilasala.

Ég kann ekkert á þessa kassa og nenni ekki að eyða tíma og pening í þetta, ég man hins vegar mjög vel eftir kössunum sem voru hér í "gamla daga" og þeir voru sko auðveldari og ég man að mér fannst mjög gaman að spila í þeim í Tóta Turn og í gamla Herjólfi.
Ég er náttúrulega mjög skrýtin týpa, en ég man þegar ég var unglingur og var að skreppa í Tóta Turn, þá voru oft eldri menn að spila þar og ég fann oft til með þeim, þrátt fyrir að þekkja þá ekki neitt og vita ekkert um þá. Mér fannst samt alltaf eins og þeir hlytu að eiga eitthvað erfitt, og hvað veit maður, kannski voru þeir spilafíklar, en kannski voru þeir líka bara að eyða klinkinu sínu eins og maður gerði oft sjálfur.

Ég heyrði það líka í fréttunum um daginn að það eru ekki bara spilakassar og fjárhættuspil á netinu sem er varasamt, heldur líka Happaþrennurnar!!!
Ég gat nú ekki annað en brosað þegar ég heyrði þetta hún amma Bogga var eflaust Happaþrennufíkill...en bara á lágu stigi. Oft þegar ég kom á Skúlagötuna til afa og ömmu þá lét amma mig hafa pening og bað mig að skjótast út í sjoppu og kaupa Happaþrennur, og oft fyrir kannski 1000 kall (sem þótti mikið meira í þá daga en núna!!). Mér fannst þetta oft alger vitleysa en mér fannst samt alltaf mjög gaman að skafa, þetta er spennandi því er ekki að neita.

En svo var Gréta svolítið mikið hjá mömmu í haust og þær voru í íbúðinni sem pabbi býr í í Garðabæ og fóru oft á Garðatorg. Þá var mamma af og til að gefa Grétu 100 kall og Gréta fór með hann í Happaþrennusjálfsalann og keypti sér Happaþrennur. Það var svo eins og spólað hefði verið til baka um 17 ár...og ég og amma MÍN værum í búðinni!!!!!!!!!!! Bara skondið!!
En við mæðgurnar erum ekki orðnar háðar Happaþrennum, ég hef leyft Grétu að kaupa þetta 2x eftir þetta og svo hefur hún ekki beðið um þetta aftur.

Svo við erum alla vega ekki haldnar spilafíkn....

3 Comments:

At 9:17 e.h., Blogger Unknown said...

Guði sé lof að þið mæðgur eru lausar við þetta! Ég segi eins og þú... fæ alveg illt í hjartað þegar ég sé fólk spila frá sér allt vit... og ótrúlegasta fólk!

 
At 1:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehehehe ég man sko eftir happaþrennuæðinu hennar Boggu "ömmu" svo sátum við við eldhúsborðið og horfðum yfir götuna inn gluggann hjá Ræsir og völdum okkur Bens sem við ætluðum að kaupa fyrir vinninginn!! hihi góðar gamlar minningar :)
Takk fyrir síðast, verðum að stunda þetta þegar ég kem suður, fara í lúxussalinn, það er sko enginn lúxus á Akureyri :( en annars vildi ég bara kvitta fyrir mig :)

 
At 1:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

humm þetta er Heiða sys sko, ef þú fattaðir það ekki :) hehe

 

Skrifa ummæli

<< Home