Vetrarloftið
Mikið var gott að komast aðeins í útiveru í gær eftir að hafa legið inni í leti og ómennsku nánast öll jólin!! Það var svo gott að fara í kuldagallann, ullarsokkana, kuldaskóna, húfuna, trefilinn og vettlingana og skella sér út í ferska og hreina íslenska loftið. Það einhvern veginn hreinsaði af mér fýluna og letina og gerði mér bara gott, lognið og birtan...bara endurnærandi.
Þannig að þegar ég kom heim gekk ég frá því litla jólaksrauti sem ég hafði sett upp, tók svo helminginn af heimilinu mínu í gegn...enda kominn tími á að gera eitthvað róttækt hér...huhumm...og raðaði jólakortamyndunum í albúm!!
Tók mig líka til og breytti og bætti í stofunni og holinu og gerði svo enn betur í dag þegar ég fór og keypti mér rúm!!!!!! Hlakka ekkert smá til að fara að sofa annað kvöld....Mmmmmm.....en í gær fór ég upp í um 23.30 sem telst bara nokkuð snemmt hjá mér....og ég ætlaði bara aðeins að lesa...en það var svolítið meira en aðeins þar sem klukkan var 01.17 þegar ég leit næst á klukkuna!!!!!
Fór í foreldraviðtal í skólanum hjá Grétu í morgun, það tók u.þ.b. 5 mínútur þar sem dóttir mín er fyrirmyndarnemandi, fluglæs og gengur svona líka vel í stærðfræði...hefur það frá mömmu sinni og Óla frænda án nokkurs vafa...híhíhí
Fórum svo með Óla á mörgæsar-teiknimyndina Fráir fætur og þvílík snilld....þetta er alveg hreint frábær mynd, ekki óvipuð mörgæsarmyndinni Ferðalag keisaramörgæsanna...mæli hiklaust með þeim báðum.
Skelltum okkur svo á Subway á heimleiðinni og þegar heim var komið var gamla rúmið skrúfað í sundur og allt gert tilbúið fyrir nýja rúmið!!!!
Jæja..ætla að fara að skríða á gömlu lúnu dýnuna í síðasta skipti....og kíkja aðeins í bók!!!!
3 Comments:
Við erum einmitt búin að sjá báðar þessara mynda og þær eru frábærar, sérstaklega ferðalag keisaramörgæsanna (enda eigum við hana).
Alltaf gott að fara út í kulda og þurfa aðeins að anda að sér þessu góða lofti sem er á Íslandi.
Gott hjá þér að byrja nýja árið með stæl, ætla að klára prófið mitt á morgun og fara svo að taka heimilið mitt í gegn.
Kveðja Köben
Dugleg stelpa... þannig að það var rúm núna ekki Róm!! hheheh hlakka til að sjá breytingarnar hjá þér
Kv. Ingunn
Hérna.... langaði bara að segja þér að ég er ógeðslega öfundsjúk að þú sért að fara að sofa í nýju rúmi...
Samgleðst þér samt innilega:) megi rúmið færa þér lukku;)
Kveðja
Fríða sys
Skrifa ummæli
<< Home