miðvikudagur, janúar 03, 2007

Hvar voru jólin haldin??

GLEÐILEGT ÁR ÖLLSÖMUL OG TAKK FYRIR SKEMMTILEG OG GÓÐ KOMMENT Á ÁRINU 2006.

Jæja...við mæðgur létum bræður mína ráða ferðinni og Herjólfur var það í veltingi og skemmtilegheitum á Þorláksmessu. Við skelltum í okkur sjóveikistöflu 30 mín. fyrir brottför og ég lá á gólfinu í barna-videó-horninu en Diddi var með Grétu í fanginu í sjónvarpssalnum....ekki dugði sjóveikistaflan alveg fyrir hana þar sem hún gubbaði 2x, en bara lítið.
ENNNNN...þetta var allt þess virði þar sem við gátum eytt jólunum ÖLL saman....gaman gaman.

Við erum búnar að hafa það svoooo gott, eiginlega alltof gott. Búnar að lesa mikið, horfa á tv og dvd, borða góðan mat, spila, sofa og hitta vini og ættingja á eyjunni fögru.

Ég kom svo heim í dag en Gréta fær aðeins lengra frí þar sem við ætlum að vera á þrettándanum...jamm... Herjólfur er það aftur á föstudaginn og svo enn aftur á sunnudaginn!!! Játs maður er ekki í lagi :(

Jæja elskurnar...vona að þið hafið það gott og nýja árið verði ykkur farsælt og gott!!!

3 Comments:

At 10:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þið eruð algjörar hetjur:) Og þú færð x-tra hetjuhrós fyrir að fara svona oft í Herjólf.
En þar sem vinir þínir og fjölskylda eru svo frábært fólk þá skilja þetta allir:)

En ertu ekki örugglega að fara á VVOG... ha ha þetta var prenntvilla VVOB átti þetta að vera;)
Kveðja
Fríða sys

 
At 4:51 e.h., Blogger IrisD said...

Muahhhh Fríða....bara fyndin.

Já vinir mínir í eyjum eru frábært fólk og sem betur fer ert þú meðal þeirra!!!
Takk fyrir frábærar stundir í eyjum....bara nærandi fyrir sálina að vera nærri þér....

lovjú

 
At 10:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ji já ómetanlegar stundirnar sem við erum saman- mér finnst ég alltaf vera komin við vaskinn á Pizza 67 þegar við hittumst og þegar trúnóið er orðið all mikið þá erum við farnar í að vikta ost! ;) Þú ert yndisleg í alla staði og ég er svo klár á því að við höfum verið systur í fyrralífi... og ef ekki það þá höfum við verið herbergisfélagar í NUNNUklaustri (finnst nú samt þá óþarfi af honum þarna uppi að gera okkur svo að sjálfstæðum mæðrum í þessu lífi).
En hvað um það ENGINN VEIT SÍNA ÆVI FYRR EN ÖLL ER:)
Hlakka til að hitta þig aftur:O*
Lov u!
Fríða sys

 

Skrifa ummæli

<< Home