þriðjudagur, janúar 16, 2007

Hvað hefur mótað mig??

Eftir svolítið vesen á mér er ég loks búin að taka endanlega ákvörðun um valfagið þessa önnina :)Þar sem vettvangstengda valið og lokaverkefnið okkar fjallar um ólíka menningu og bakgrunn ákvað ég að skella mér í fagið Börn, trúarbrögð og siðfræði.

Það var virkilega áhugavert að vera í skólanum í dag, við fengum "úthlutað" leikskóla til að vinna þróunarverkefnið okkar, sem og leiðsagnarkennara og æfingakennara. Við hittum leiðsagnarkennarann okkar í dag og erum bara himinánægðar með hana, hress og áköf og til í þetta með okkur af fullum krafti, fylltumst bara eldmóði og hlökkum til að byrja á fullu :)

Fór svo í tíma í Börn, trúarbrögð og siðfræði og þar var mjög skemmtileg umræða, fámennur en fjölbreyttur hópur og meðal annar var glæru skellt upp sem innihélt eftirfarandi punkta og mátti maður nefna hvaða punktar helst eða hvernig þessi atriði hafa mótað mann á einhvern hátt. Þessi þættir hafa allir áhrif á það hvað og hver ég er:
  • Fjölskyldustærð/gerð/saga - Já það mótaði mig að vera fyrsta barn pabba míns og vera fyrsta stelpan í fjölskyldunni. Einnig að hafa alist upp í sveitinni hjá ömmu og afa fyrstu 5 ár ævinnar. Og að eiga tvö bræður!!
  • Þjóðerni - pottþétt mótar það mann að vera íslendingur og ég er ákaflega stolt af því að vera það.
  • Landfræðileg staðsetning - Það að alast upp á þremur mismunandi stöðum á Íslandi (Í Flóanum, Hvanneyri og Vestmannaeyjum) og fara svo um og upp úr tvítugt frá 5000 manna eyjunni minni Heimaey til Cremona sem er 100.000 manna bær á Ítalíu (en á Ítalíu búa tæplega 60 milljónir manna!!) hefur svo sannarlega áhrif á það hvað og hver ég er í dag!!! Það olli því meðal annars að ég settist ekki að í Eyjum heldur flutti til Reykjavíkur, komst að því þarna að Vestmannaeyjar eru því miður ekki nafli alheimsins...en það er Reykjavík svo sem ekki heldur :)
  • Etnískur hópur - ég tel mig aldrei með etnískum hópi, ég segi aldrei að ég sé kristin íslendingur, þá helst að ég segi að ég sé einstæð móðir í námi??
  • Trúarbrögð-ég er skírð af því amma mín, Svana í Halakoti, var trúuð kona og það var hún sem kenndi mér fyrstu bænirnar og fyrstu versin og þegar hún var orðin mikið veik bað hún pabba um að leyfa presti að koma og blessa okkur. Pabbi gat ekki annað svo ég var að verða 5 ára þegar ég var skírð, allt ömmu að þakka. Ég fermdist reyndar bara til að "klára" það sem amma hafði byrjað á. Og svo skemmtilega vildi til að ég fermdist á afmælisdaginn hennar (en hún var þá dáin) og í fermingargjöf fékk ég úr sem hún hafði fengið í afmælisgjöf!! Ég fór í sunnudagaskólann þegar ég var lítil og endurtók leikinn með dóttur minni, svo það hefur einnig mótað mig að einhverju leyti.
  • Fötlun/sjúkdómar/heilbrigði-Það að vera heilbrigður og allir mínir nánustu gerir mig auðmjúka og um leið skammast ég mín fyrir að taka það sem sjálfsögðum hlut. Önnur amma mín dó úr krabbameini, hin úr astma og mamma fékk krabbamein en slapp sem betur fer nokkuð vel. Maður gleymir oft að þakka fyrir það en þegar maður heyrir af veikindum og erfiðleikum sér maður hvað maður á í raun gott og þakkar fyrir það.
  • Stærð samfélags- mótar mann pottþétt, á Hvanneyri sem og í Vestmannaeyjum er umhverfið frekar verndað og allir þekkja alla og mikil nánd er í samfélaginu. Stundum er það gott en stundum er það óþægilegt.
  • Félags-og efnahagsleg staða-mótar mann einnig. Það er munur á því að alast upp sem ríkur eða fátækur og oft held ég að maður meti hlutina betur ef maður hefur ekki verið vaðandi í peningum.
  • Kyn-Já....kyn hefur mótandi áhrif og ég er enn að mótast, konur eru í sífelldri baráttu um kjör og jafnrétti...
  • Annað? Öll sú reynsla sem maður upplifir og allt sem maður gerir hefur mótandi áhrif á mann, þeir vinnustaðir sem maður starfar á, það fólk sem maður kynnist, að eignast barn, að skilja, að ferðast og bara allt annað sem maður tekur sér fyrir hendur!!

Þessar pælingar og þessa þætti er eflaust gaman að skoða af og til, að sjá hvaða áhrif gömul reynsla og ný hefur áhrif á mann og hvernig maður nýtir sér það sem manni er gefið og þess sem maður aflar sér!!!

Endilega prófiði!!!!!

3 Comments:

At 10:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ hvað segir mín? Er ekki hundleiðinlegt í skólanum án okkar Gyðu hehehehehehe en Er Siggi að kenna börn trúarbrögð eða hvað þetta er eitthvað svo hans fag hehehe gekk þér ekki vel í prófunum og svo bara enn að bíða eftir samskipti og stjórnun ekki satt jú jú mar situr hér á vebbanum daglega eða mörgusinnum á dag og ekkert kemur en það kemur að lokun heheheh
kær kveðja til ykkar sem þekkja okkur í skólanum
massa kveðjur á Gulla og taktu einn kyrtan fyrir mig
Inga Rokk í danaveldi

 
At 9:40 f.h., Blogger IrisD said...

Ó jú...ykkar er sárt saknað...ekkert fútt i þessu þegar þið eruð ekki..finnst að þið ættuð að kíkja í kurteisiheimsókn..heheheh...Hanna Ragnars kennir Börn, trúarbr og siðfr. Prófin gengu bara vel, massaði meira að segja Aðferðarfr!!! Og jú jú...allir bara að bíða og bíða eftir síðustu einkuninni....fúlt mar!!!
Jáháts...tek pottþétt einn kyrtan í ykkar nafni og skila kveðju!!!
Hafið það gott þarna í Danaveldi og skálaðu í einum bjór fyrir mig!!

 
At 2:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já gaman a pæla í þessu... það hefur allavega mótað mig sem einstakling að hafa kynnst þér, er alveg að verða jafn góð og þú :)heheh þó nokkuð í land eftir but I will be there
Kv. Ingunn

 

Skrifa ummæli

<< Home