mánudagur, janúar 15, 2007

Lokaönnin :)

Góðir hálsar...á morgun hefst áttunda misserið mitt í Kennó en það er jafnframt það SÍÐASTA!!!
Nú er að sjá fyrir endann á þessu 4ra ára námi :)

Við ætlum að vera 3 saman í lokaverkefninu og erum komnar þokkalega af stað og í gær hittumst við hér og gerðum áætlun og þess háttar fyrir fundinn með leiðsögukennaranum okkar....erum alveg að brainstorma!!
Það var afar áhugavert og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni!! Enda er þetta efni sem við höfum valið okkur sjálfar og við erum orðnar vanar að vinna saman og erum með eindæmum skemmtilegar svo það er bara gaman framundan :) mikið Pepsi Max og nammi....hehehe
Þessi önn verður eflaust sú skemmtilegasta þar sem þetta eru allt fög sem við höfum valið að taka eða megum hafa frjálsar hendur í....það er það sem er best!!!

Ég lít til baka og núna finnst mér þetta ekkert hafa verið svo langur tími, en það er meira en að segja það að vera í 100% vinnu (og deildarstjórastöðu sl.ár), 75% námi og einstæð móðir!!
Ein sagði við mig um daginn að hún væri bara hissa á hvað ég væri!!
Jú jú, ég hef átt mínar góðu og slæmu stundir, reyndar aldrei eins slæmar eins og sl.önn en nú er þessu að ljúka og ég hef tekið gleði mína á ný og fundið aftur námsgleðina :) kem tvíefld til baka núna og tek þetta með trompi!!!!!!!!
Ég kíkti yfir ferilinn minn áðan þegar ég var að skipta um valfag og hef ekki yfir neinu að kvarta, hef bara staðið mig með sóma og er bara stolt af þessum árangri!!

Svo ég hlakka bara til þessarar innilotu....enda sú næstsíðasta :)

4 Comments:

At 10:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl elsku vinkona:)
Frábært hvað þetta legst vel í þig. Þú ert náttúrulega ofur dugleg manneskja þannig ég er viss um að þú tekur þetta með "einari";)

Skynsamlegt að byrja strax á lokaverkefninu;)Ég veit um eina sem skrifaði það á 5 vikum...og það var terrriiibbbbllleeee!

Love u!
Knús og faðmlög frá Eyjum í borgina:)

 
At 10:13 f.h., Blogger Unknown said...

og þetta comment var í boði Fríðu Hrannar.... ha ha ha

 
At 3:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert snillingur Íris okkar, tekur og gerir allt með trompi og auðvitað þessa önn líka...og brillerar á útskriftinni ;-)
Það er alveg í lagi að eiga slæm móment ef þau bara taka enda ;-0
Gangi þér vel í lokaverkefninu, hlakka til að sjá útkomuna á þessu spennandi verkefni.

 
At 3:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Duglega,duglega kona... Ég dáist að þér. Það er ekkert smá mikil vinna að vera í vinnu, námi og sinna barninu sínu... Þú ert hetja.. Gangi þér sem allra best á lokaönninni.....

 

Skrifa ummæli

<< Home