Rúm og rúðuþurrkur :)
Það er sumt sem maður er laginn við og annað sem maður er ekki laginn við eins og maður hefur mikið vit á sumu og ekki hundsvit á öðru.
Ég keypti mér nýtt rúm í fyrradag og það kom hingað í gær og er alveg hreint geggjað gott!!
Ég er alveg handlagin, og skrúfaði gamla rúmið sjálf í sundur og setti nýja rúmið saman alveg ein og sér og er bara stolt af mér fyrir það.
Hitt er annað mál að rúðuþurrkurnar á bílnum mínum voru orðnar frekar lélegar, eiginlega bara ónýtar og í gær sá ég varla út svo ég brá mér á bensínstöð og ég verð að segja það að ég hreinlega elska þessa eldri menn sem vinna á bensínstöðvunum og hreinlega redda málunum!!
Þarna stóð ég og skoðaði rúðuþurrkurnar og vissi ekkert í minn haus þegar einn vinalegur kall kom og bjargaði mér...svo nú sé ég ótrúlega vel út..og sem betur fer í allri snjókomunni í dag!!!!
En þar sem ég stóð á bensínstöðinni varð mér hugsað til þess þegar ég fór með Birgittu vinkonu (sem ég kalla oft handlaginn heimilisföður þar sem hún Á borvél og kann á hana) í sumarbústað og við stoppuðum í Borgarnesi og hún steig út úr bílnum og reif upp húddið og ég galaði á hana hvort það væri ekki allt í lagi og hún svaraði að það væri allt í lagi en hún væri bara að gera dálítið sem ég myndi aldrei gera, setja rúðupiss á bílinn!!!!!!!!!
Ó já...ég er sko týpan sem fer alltaf þjónustumegin á bensínstöðvar og ætla ekki að hætta því!!!!
1 Comments:
Mér finnst þú ansi dugleg... en þó fyllist þó smá stolti yfir sjálfri mér þegar ég les pistilinn þinn... ja myndi nú kannski þiggja hjálp við að setja saman heilt rúm... en ég set þó alltaf rúðupissið á sjálf hehe.
Annars frétti ég að það væri voða gott að sofa í nýja rúminu hennar mömmu ;)
Kveðja Lauga
Skrifa ummæli
<< Home