laugardagur, janúar 13, 2007

1.apríl???????????

Jii...hélt ég hefði sofnað og vaknað aftur 1.apríl þegar ég heyrði í Íslandi í bítið að David Beckham hefði gert samning við Los Angeles Galaxy.....þokkalega er eldmóðurinn horfinn og peningar spila mun stærra hlutverk...reyndar eru íþróttir að hætta að vera spennandi þar sem upphæðirnar eru orðnar svo klikkaðar og allir að spila fyrir pening en ekki ánægjunnar vegna.
Er ekki orðið skondið að Tom Cruise sé farinn að ráðleggja fótboltaköppum hvar þeir eiga að spila?? Hvað er að verða um fótboltann segi ég nú bara??? Og það sem meira er...hvað segja Diddinn og Baddinn við þessum fréttum????????????? HAHAHAHAHHA!!!!

En það er víst ekki 1.apríl, heldur 13.janúar...og snjór yfir öllu....mér finnst samt alltaf jafn fyndið að hlusta á fréttirnar þegar verið er að segja frá þungri færð í Reykjavík...fólk sé bara 1-1 1/2 tíma að komast frá Hafnarfirði til Reykjavíkur...og hvað með það?? Fólk sem býr í sveit úti á landi og á fjörðunum kemst oft ekki spönn frá rassi allan veturinn og við hér í hraðanum og æsingnum að tapa okkur yfir að komast ekki frá stað A að stað B á innan við klukkutíma!!! Og sumir eru svoooo mikið að flýta sér að þeir setjast bara inn í bílinn sinn sem er á kafi í snjó, setja rúðuþurrkurnar á og keyra af stað....það er ekkert verið að hafa fyrir því að skafa hliðarrúðurnar, afturrúðurnar og hvað þá alveg af framrúðunni...neibb, bara drífa sig inn í bíl og drífa sig af stað....er alveg hissa á að nafnið DRÍFA sé ekki vinsælasta barnanafnið miðað við hvað íslendingar eru að alltaf að drífa sig!!!!!!!!!

Ég ætti allavega að fá skafara-viðurkenninguna....ég er svakalegur skafari og fer ekki af stað fyrr en ég er búin að skafa af ÖLLUM bílnum (enda búin að koma of seint í vinnuna alla vikuna!!!)...var einu sinni stoppuð af löggunni í eyjum af því að vinkonur mínar, sem voru vel í því, skófu af bílnum eina nóttina svo ég gæti keyrt þær heim og þær gleymdu að skafa af númeraplötunni og löggan hafði ekkert þarfara að gera þessa nóttina en elta mig og benda mér á það :)
Nei nei...mér finnst afar óþægilegt að skafa ekki af öllum bílnum og fá kannski bara snjóskriðu af þakinu yfir framrúðuna!!!
Annars finnst mér gott og gaman að hafa snjóinn og allt það EN ég þoli ekki að keyra í þessari færð, ég er enginn snjóaksturssnillingur og finnst óþægilegt að hafa ekki 100% stjórn á bílnum....eins og ég vil hafa á öllu í mínu lífi!!!!

Jæja...HM í handbolta að byrja eftir viku....hlakka geggjað til....en meira um það síðar...alveg í sérbloggi sko...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home