HM í handbolta :)
Jæja þá er loksins komið að því að HM í handbolta byrjar....ég er svaka spennt eins og alltaf þegar svona stórmót eru.
Árið 1987 minnir mig, fór ég fyrir tilstuðlan gamallar vinkonu minnar úr eyjum, hennar Sigurbáru, á handboltaæfingu hjá íþróttafélaginu Þór í Vestmanneyjum og fannst bara aldeilis gaman. Ég æfði handbolta í nokkur ár og hafði gaman af, var samt aldrei neitt sérlega góð, komst bara í hópinn en aldrei í liðið en fékk þó verðlaun fyrir mestu framfarir í 4.flokki :)
Það er mjög mikilvægt að ég tel að fara í einhverjar tómstundir þegar maður er barn/unglingur, ég bý allavega að því að hafa lært á blokkflautu og gítar, æft handbolta og fótbolta og prófað badminton og borðtennis :)
Allavega, þarna í kringum 1987 kviknaði áhugi minn á handbolta og ég fór að fara á alla karlaleikina hjá ÍBV og fylgdist lengi vel með og svo var það auðvitað landsliðið í handbolta....guðminngóður....ég veit ekki hvort maður á að segja frá allri geðveikinni hjá manni í kringum það!!!!
Fyrir þá sem ekki vita þá var KRISTJÁN ARASON mitt IDOL í handboltanum, jiiiiii..hvað mér fannst hann mikið æði!! Og enn í dag gerir fjölskyldan grín að mér...og ég kalla hann alltaf Stjána minn!!!!!!! Og Sara vinkona hélt ekki vatni yfir Júlíusi Jónassyni og ef mig minnir rétt var Alfreð Gísla uppáhald Laufeyjar!!!!!
En ég semsagt varð brjálæðislega mikill aðdáandi og safnaði blaðagreinum og myndum og hélt úrklippubók og það sem meira var....já bíðiði bara...hehehehe....þá átti ég stílabækur sem ég skrifaði alltaf leikmannahópinn í og svo skráði ég allt, hver skoraði, hver var rekinn útaf, hver var bestur og hvað markmennirnir vörðu mörg skot...og til þess að telja varin skot notaði ég lottómiða...þeir eru jú númeraðir og það var svo þægilegt að merkja bara við á lottómiðanum hversu mörg skot voru varin!!! Svo gerði ég bara strik þegar var skorað og gerði v fyrir ofan strikið er það var úr víti....ég er svo asskoti skipulögð þið skiljið!!!!!!!!!!!!!
Ég átti orðið ansi margar svona stílabækur!!!!!!!! Og maður vaknaði á nóttunni til að horfa á leiki og ég man einu sinni þegar útsendingin í sjónvarpinu klikkaði og við urðum að hlusta á útvarpið eldsnemma morguns og Ísland tapaði og það sem ég grenjaði!!!!!!
Þessi brjálaða árátta kom kannski til af því að þegar ég var unglingur langaði mig að verða íþróttafréttaritari...hefði kannski átt að skella mér í það?????
En ég er allavega að gera mig klára fyrir HM og hlakka bara til að fylgjast með strákunum okkar. Það er svo fyndið hvað maður fyllist miklu þjóðarstolti, og ég er svo viðkvæm að ég fæ alltaf gæsahúð og kökk í hálsinn þegar þjóðsöngurinn okkar er spilaður og tilfinningarnar sveiflast í allar áttir eftir því hvernig leikurinn fer!!!
En allavega....góða skemmtun og ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
4 Comments:
já það sem maður gat tapað sér að fylgjast með strákunum okkar ;-)
Bjarki Sigurðsson og Júlíus Jónasson voru mínir uppáhalds. Man sérstaklega eftir því þegar Bjarki var dómari á einu mótinu okkar og það var ekkert lítið erfitt að spila þessar mínútur sem maður var inná. Minnir líka að það hafi nú ekki verið mikið fylgst með liðinu sínu þegar IDOLIÐ var svona í návígi, hehe.
Dúlla.....:) En ég get sagt þér að ég dýrkaði Alfreð Gíslason á svipaðan hátt...... Gleymi aldrei þegar ég fékk eiginhandaráritun á bolta sem ég var nýbúin að kaupa. Þetta gerðist á bensínstöð í Reykjavík fyrir algjörlega tilviljun... Vá ég var á skýii í hálft ár...
En það sem meira er þá á ég mynd af þér Íris Dögg þar sem þú tekur við verðlaununum í 4. flokki. Ég skanna hana inn fljótlega ef þú átt hana ekki og sendi þér....:)
Hehehe...ertu ekki að djóka Ragna Jenný...játs væri bara fyndið að fá myndina takk takk :)
Skondið að maður sé enn með þessi IDOL á heilanum...muahhh...
Ji hvað það var gaman að lesa þetta... ég sá mig líka svolítið þarna. Mitt idol var Þorgils Óttar og svo Gunnar Gunnarsson. Fannst svo mjög fyndið þegar ég var að vinna í Íslandsbanka í Reykjavík fyrir nokkrum árum og þar voru þeir Kristján Ara og Þorgils Óttar... hitti þá nánast á hverjum degi og mér var sko skítsama...hehehe, hefði líklega grenjað úr mér augun hefði ég hitt eða bara séð Þorgils Óttar "með berum augum" á þessum brjálaða handboltatíma í gamla daga.
Ég var hinsvegar með svona áráttu fyrir skíðunum þegar ég var yngri. Horfði á stórmótin og klippti út úr blöðunum og hafði nákvæma skrá um alla þessa gaura. Gaman að þessu..... ;o)
Skrifa ummæli
<< Home