Æ Æ Æ :(
Æ hvað var sárt að horfa á handboltann í gær :(
Í fyrradag sat ég hér ein heima og horfði á Ísland - Ástralía og þegar staðan var orðin 6-0 fór um mig einhver óþægilegur hrollur. Þótt mitt lið væri að vinna fannst mér ekki þægilegt að horfa á þetta, mér finnst leiðinlegt þegar liðum er rústað í svona stórri keppni, kannski af því Ísland er lítil þjóð og við erum vön að tapa!! Allavega þá vorkenndi ég áströlum og vorkenndi þeim ennþá frekar eftir leikinn við Frakka þar sem þeir náðu bara að skora 10 mörk!!!!!!!!!!!!!!!!!
Leikur Íslands í gær var hins vegar sorglegur, en maður hélt nú í vonina og í hálfleik var ég sátt þar sem við vorum yfir og byrjuðum með boltann....en guðminngóður....eftir því sem leið á seinni hálfleik fór mér að líða verr og verr...ég fór að fá sama hroll og daginn áður en nú var það vegna þess hversu klaufalega liðið mitt spilaði..og það var sárt.
Þessi leikur hefði ekki þurft að fara svona og það er það sem svíður mest!!!
Að tapa með 3 mörkum er ekki rúst eða neitt til að skammast sín fyrir en það sem er sorglegast er að allir voru skíthræddir við þennan leik og mikil pressa og álag EN þrátt fyrir allar klaufalegu villurnar sem við gerðum töpuðum við bara með 3 mörkum!!!!
Sem segir manni það að ef við hefðum náð toppleik hefðum við unnið!!!
Og það sem það fór í taugarnar á mér í lýsingunni í gær, þegar Úkraína var í sókn og bara eitthvað að dunda sér þarna fyrir utan og Geir Magnússon segir að það sé engin ógn í þessu, þá þruma þeir á markið og skora....talandi um ÞRUMU ÚR HEIÐSKÍRU LOFTI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þá þarf bara að taka Frakkana í nefið í kvöld.....við getum það nú alveg.....huhummmmm :)
KOMA SVO......ÁFRAM ÍSLAND (sko...stelpan búin að finna jákvæðnina og bjartsýnina)
Það var þó bót í máli í gær að Óli bróðir bauð mér, Grétu og Didda í mat og jidúddamía hvað við fengum geggjaðan mat...og brjálæðislegan eftirrétt......Mmmmmm...takk fyrir okkur elskan!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home