föstudagur, apríl 01, 2005

Vorið góða grænt og hlýtt.....

...ætli það sé nú að koma?? Vorið á ég við...eða ætli það verði eitt "hret " enn, fannst eins og það væri í kortunum???
Maður er orðinn svo léttur í lund... á starfsmannafundi í gær var m.a verið að ræða um "opið hús" á sumardaginn fyrsta....21.apríl....og eftir það verður öllu skipulögðu starfi hætt....þannig að það er kominn fiðringur í liðið!!! Allir farnir að hlakka til að geta verið meira úti að leika, og farið bara í úlpu og skó...og svo bara í skó!!!! Ohhhhh.....hvað ég hlakka til!!!

Við ræddum líka sumarleyfi barna og starfsfólks....allt að koma í ljós í þeim efnum....ég fæ mitt frí á þeim tíma sem mér hentar...þarf reyndar að taka það í tveimur hollum en....maður er nú að fara til útlanda í sólina...svo það er í góðu lagi!!! (kem betur að því ferðalagi síðar.....)

Skólinn...

... gengur bara nokkuð vel...nú fer að sjá fyrir endann á þessarri önn...."bara" þrjú verkefni eftir og þá hefur maður lokið 2.ári (ef allt fer vel!!) ...svona líður tíminn hratt...mér finnst ég nýbyrjuð í skólanum en er nú hálfnuð!!! Annars finn ég það mest hvað tíminn líður hratt þegar ég horfi á Grétu, hún er að verða 5 ára....farin að lesa og skrifa og svara manni fullum hálsi....hu-humm!!! Næsta vetur fer hún svo í skóla...vil helst ekki tala um það :(

Já svona er lífið þessa dagana...á morgun erum við mæðgur að fara í bústað með Birgittu sem vinnur með mér og dætrum hennar, Anítu og Agnesi (en hún er á sama leikskóla og Gréta!!!) Það verður mikið gaman, mikið fjör!!

En þangað til næst...lifið heil!!!

2 Comments:

At 2:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert alveg fædd til þess að blogga!
Þú ert þannig að þú ert ekkert að tapa þér í skoðunum þínum á þessu og mátt alveg skrifa um það sem á þér hvílir (sleppa mér kannski).
En þú ert góður penni sem er gaman að lesa. Eins og ég hef oft sagt að þú ert skynsöm og það er gaman að lesa þínar skoðanir. Haltu áfram að skrifa okkar vegna.
Kv, Þ

 
At 11:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja blessuð og til hamingju með þetta.Fór ekki í sumó eins og þú þannig að ég ákvað að kíkja á þetta hjá þér, voða fínt.Hlakka til að lesa um sumarbústaðarferðina næst þegar ég kíki.Danke well,þýska sko þú veist!

Kv.Herdís

 

Skrifa ummæli

<< Home