Á heilann
Úffff...ég er svo svakaleg þegar ég fæ eitthvað á heilann....sérstaklega tónlist...þá spila ég lagið bara aftur og aftur og aftur....fyrir tveimur árum keyrðum við á Ísafjörð og þá var bara einn geisladiskur með í för og það var diskur með lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar í flutningi ýmissa listamanna. Mér fellur sá diskur ekki sérlega vel í geð, kýs frekar að hlusta á Vilhjálm flytja lögin sín.
En...það var eitt lag sem mér féll sérlega vel í geð í flutningi Stefáns Hilmarssonar og lagið er Það er svo skrýtið og ég hef verið með þetta lag á heilanum svona af og til. Ég keypti mér því 3ja diska safnið hans Vilhjálms um daginn og hef hlustað á þetta lag aftur og aftur og aftur og þess vegna var nú textinn við lagið hér á blogginu mínu um daginn ;)
Nú...svo um daginn heyrði ég lagið sem Einar Ágúst syngur og er geisivinsælt þessa dagana og heyrist mjög oft á Bylgjunni um kl. 6:49 á morgnana (veit ekki alveg hver íslenski titillinn er..held það sé Er ást er annars vegar....enski titillinn er alla vega Right next to the right one) og einn morguninn var ég á leið í vinnuna þegar lagið hljómar og mér finnst þetta svo fallegt lag og hafði aldrei heyrt það áður og fer að velta því fyrir mér hvort hann hafi samið lag og texta sjálfur. En konan í útvarpinu virtist lesa hugsanir mínar því hún var svo indæl að segja frá því þegar laginu lauk að Einar Ágúst færi vel með íslenska útgáfu af þessu danska lagi. DÖHHHH
Nú, á kaffistofunni minni eru margir sérfræðingar og google og youtube koma okkur oftar en ekki til bjargar á ögurstundu því þar vangaveltur voru uppi um hver væri danski flytjandinn og hvert var heiti dönsku þáttanna þar sem þetta lag hljómaði svo oft!!!!
Ég var eins og kjáni, þar sem ég hlusta nú töluvert á útvarp en hafði aldrei, hvorki fyrr né síðar heyrt þetta lag, og meira að segja hefur Celine Dion flutt það!!!!!!!!!!!!!!!
En alla vega....þetta lag á hug minn og hjarta þessa dagana og ég mæli með því að þið farið á youtube og hlustið á það í flutningi TIM CHRISTENSEN á tónleikum og njótið í botn....aftur og aftur og aftur!!!!!!
Var að reyna að setja myndbandið inn en gafst upp......
hér er slóðin....http://youtube.com/watch?v=daEmhWe0euA og lagið er úr dönsku þáttunum Nikolaj og Julia....fyrir þá sem eru að kafna úr forvitni...muahhhhhhhhhhh
Góðar stundir!!!!!!!!!!!!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home