sunnudagur, febrúar 17, 2008

Flugdrekahlauparinn-bókin & myndin


Flugdrekahlauparinn. Ég las þessa bók fyrir 2 árum á Mallorca. Ég hafði mikið heyrt um hana og allir sögðu að ég yrði að lesa hana. Svo ég gerði það og sé sko ekki eftir því. Þarna lá ég á sólbekknum við sundlaugarbakkann og táraðist, dæsti, stundi og pirraðist í gríð og erg og mamma og Óli vissu ekki hvaðan á þau stóðu veðrið, og voru alltaf að spyrja af hverju ég léti svona. Nokkrum dögum eftir að ég kláraði hana mátti heyra Óla stynja, dæsa og pirrast yfir bókinni ;)
Mér fannst bókin ótrúlega vel skrifuð og ekki oft sem maður les bækur sem fjalla um vináttu tveggja drengja, átakanlega saga sem fer með mann allan tilfinningaskalann.
Fyrir jólin kom út önnur bók eftir sama höfund, Þúsund bjartar sólir, og í auglýsingunum var sagt að hún væri betri en Flugdrekahlauparinn. Þar er ég gjörsamlega ósammála og kannski vegna þess að hún fjallar um tvær konur og hversu illa maðurinn þeirra fer með þær, átakanlega saga, því er ekki að neita, en þetta er saga sem maður hefur heyrt svo oft áður ólíkt sögunni um drengina tvo.
En nú er búið að gera mynd um Flugdrekahlauparann og ég fór að sjá hana í fyrradag.
Bókin er auðvitað betri og vissulega var ég búin að ímynda mér sumt öðruvísi, en ég var samt sátt við myndina. Allmörg tár féllu og í lokin var maður rauðeygður og búinn að sjúga ansi mikið upp í nefið.
Mæli hiklaust með myndinni, sérstaklega ef maður er búinn að lesa bókina!!

1 Comments:

At 9:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég get ekki gert upp á milli þessara tveggja bóka. Fundust þær báðar stórkostlegar.. Langar þvílíkt að sjá myndina, en verð líklega að bíða eftir að hún kemur á DVD....

 

Skrifa ummæli

<< Home