Öfganna á milli???
Huhumm...þegar ég átti að skrá mig í Lokaverkefni í Kennó fór ég að hugsa um útskriftardaginn. Mér fannst þetta ekkert merkilegur dagur, ég ætlaði mér ekki einu sinni að mæta í útskriftina heldur bara láta senda mér plöggin mín í pósti.
Við ræddum þetta, við stelpurnar og þær áttu ekki til orð yfir þessum fíflalátum í mér en þetta var (og er) mín skoðun á málinu og ég sagði þeim það:
Ég nenni ómögulega að hanga þarna í Laugardalshöll í 2 klst til að hlusta á einhvern rektor sem ég þekki ekkert og þekkir mig ekkert rausa um hve stoltur hann sé af því að brautskrá svona föngulegan hóp og bla bla bla. Hvað þá síður að hlusta á fleiri hundruð nöfn þulin upp af ólíkum brautarstjórum sem hafa jafnvel ekki kennt manni neitt og þekkja engin deili á manni þar sem ég hef eytt 4 árum í fjarnám!!
Ég ætla ekki að eyða peningum í föt til að láta þau krumpast á meðan ég bíð eftir að nafnið mitt sé nefnt og það sem er verst af öllu....að ég ræð ekki hjá hverjum ég sit...það fer mest af öllu í taugarnar á mér...en auðvitað skil ég að það verði að vera skipulag á þessu öllu saman og allt það...en samt!!!!
Ég myndi vilja sitja hjá fjölskyldunni minni þar sem það er henni að þakka að ég á þennan dag, ekki samnemendum mínum eða kennurum.
Ég hef unnið vel flest hópverkefni með frábærum stelpum, þeim Sollu og Villu og þeim fannst þetta algerlega út í hött hjá mér, auðvitað væri þetta merkilegur dagur og ótrúlega mikil vinna sem liggur að baki þessum áfanga og ég ætti ekki að gera lítið úr því. Og þær ætluðuð sko ekki að hlusta á þetta bull í mér því þær myndu koma og draga mig út á hárinu ef ég ætlaði að halda þessari vitleysu áfram!!
Þetta væri sko einn fyrir alla og allir fyrir einn!! Enda höfum við verið sérlega duglegar við að peppa hvor aðra upp þessi 4 ár sem námið hefur staðið yfir og á ég þeim margt að þakka!!!
Þannig að....staðan í dag er þessi...
- ég er að láta sérsauma á mig dress fyrir útskriftina :)
- ég fékk skó frá London :)
- er búin að fá lit og plokkun/lit og klippingu :)
- förðun og greiðsla :)
- veisla :)
- við Gréta ætlum í myndatöku
- fjölskyldan fer öll saman út að borða
Þannig að daginn sem ég ætlaði ekki að gera neitt er ég búin að plana út í ystu æsar!!!
Mikið er rætt um virðingu fyrir því starfi sem ég hef valið mér og ef ég ber ekki virðingu fyrir því og þeirri menntun sem ég hef náð mér í þá veit ég ekki hver ætti að gera það....svo ég mæti stolt og upprifin í mína eigin útskrift (en er samt sömu skoðunar og hér að ofan).
Ég er ekkert nema hræsnin!!!!!
5 Comments:
Wahahahaha Fékk kast þegar ég las þessa færslu :) Minnti svolítið á Ragnar Reykás hehe Annars er um að gera að fagna svona áfanga og gera sér dagamun. Vona að dagurinn verði frábær og þú verður að setja inn á síðuna mynd af ykkur mæðgunum!
Kær kveðja,
Beta
Elsku Íris mín:) Til hamingju með þetta allt saman og þá sérstaklega ákvörðunina að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins- er þessi ákvörun ekki bara merki um þroska sem þú hefur öðlast á þessu tímabili? ;)
Það er ekki laust við að maður fyllist svolitlu stolti yfir þeim áfanaga að fá ÚTSKRIFTARSKÍRTENI afhennt frá Rektor skólans- hann er líka pínulítið fyndinn:)
En knús til þín og þinna og til lukku með áfangann*
Lov U!****
p.s.
Knús til Grétu- við mæðgurnar viljum endilega að hún komi í svona "ömmuferð" til Eyja sem oftast*
Til hamingju með áfangan elsku sys, ég er rosa fegin að þú ætlar að tríta þig í tilefni dagsins þú átt það sko innilega skilið :) og já já þú áttir sko að taka hamingjuóskir til þín ;) hafðu það rosa gott á morgun og knúsaði fjölskylduna frá mér.. risaknús Heiða sys
Innilega til hamingju með útskriftina..
Frábær áfangi að baki og nú er bara að láta til sín taka í starfinu. Efast ekki um að börnin sem eiga eftir að njóta handleiðslu þinnar séu lukkunnar pamfílar...
Svo verð ég að fara að drífa mig að hitta á þig.. Ætli það verði nokkuð fyrr en þú kemur heim frá útlandinu.. Ég er alltaf svo þreytt..hehehehehe Vissi það alltaf að það væri erfitt að vinna á leikskóla en gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil vinna þetta er... Mæli með feitri launahækkun til allra þeirra sem starfa í leikskólum. Þetta er eitt mikilvægasta starfið sem unnið er. Þið vinnið með börnin okkar og oft og tíðum eruð þið meira með börnin heldur en við foreldrarnir.. Vil fá úrvalsfólk inn á leikskólana sem helst síðan í starfinu og til þess þarf menntun og betri kjör....
Gangi þér sem best í lífi og leik Íris Dögg mín
Bestu kveðjur
Ragna Jenný
Bara magnað að lesa þetta já þetta er alveg merkilegt hvað mar er skrítin oft en ég var líka búin að ákveða að fara ekki heim í útskrift og ætlaði bara að láta senda mér plöggin en annað kom á daginn já við Gyða ræddum þetta líka og svo bara já förum heim við finnum annars ekki að við höfum verið hér í fjögur ár að læra og svo bara sitja á rassinum og fara ekki heim til að útskrifast og við bara skelltum okkur á netið og pöntuðum eitt stykki far til íslands og mættum og guð hvað þú varst flott og fín í nýja dressinu þínu og með flotta hárið þitt en til lukku með daginn og við erum hetjur bara flottar að klára og viss bamm búmm
Kveðja Inga Rokkkkkk
Skrifa ummæli
<< Home