Útskriftardagurinn sjálfur
Laugardagurinn 16.júní 2007 verður mér eftirminnilegur þótt ég hafi látið svona eins og ég lét!!
Dagurinn var tekinn snemma, vaknað kl.8...brunað til Óla bróður í "sléttun" og við mæðgur vorum svo heppnar að Laufey var mætt og hafði "ekkert" að gera svo hún gat fléttað Grétu svona líka gasalega fínt!!
Skelltum okkur svo þaðan í Kópavoginn þar sem Helga sæta málaði mig aðeins og svo var brunað heim, skipt um föt og skartið sett upp!!!
Mamma og pabbi röltu svo hér yfir og ég fór í Laugardalshöllina, þau komu svo stuttu seinna með Grétu.
Brautskráningin gekk eins og í sögu og þakka ég þeim fjölmörgu sem gerðu það sem ég ætlaði mér að gera, að vera fjarverandi...því það var töluverður fjöldi fjarverandi og því gekk þessi upptalning á nöfnum ansi vel fyrir sig hehehe
Atriðin voru skemmtileg og hátíðleg og ekkert nema gott um það að segja.
Við mæðgur brunuðum svo aftur í Kópavoginn í myndatöku og svo var bara kaffiboð hér síðdegis. Ég fékk ótrúlega margt fallegt í útskriftargjöf, m.a. nýja digital myndavél, skartgripi, blóm og gjafabréf...þúsund þakkir allir saman fyrir að fagna með mér og vera best í heimi!!
Humarhalarnir á Humarhúsinu voru svona líka gasalega góðir og ég er enn með hvítlauskbragðið í munninum....á meðan pabbi er enn með óbragðið af hrefnukjötinu í munninum...muahhhhh
Við vorum alveg búnar á því og sofnaðar fyrir kl 23.00 á laugardagskvöldið, sáttar og sælar :)
1 Comments:
Til hamingju með þetta allt saman Íris mín, þú ert bara langbestust! Við erum svo ógurlega stolt af því að eiga svona frábæra vinkonu sem getur allt ;-) Gott að heyra að dagurinn sem þú ætlaðir ekki að taka þátt í hafi verið yndislegur...ekki annað hægt með allt þetta yndislega fólk í kringum sig, hehe.
Innilega til hamingju með stóru 7 ára skvísuna þína, kossar og knús frá okkur öllum í Árósum og við getum varla beðið eftir að knúsa ykkur svo LIVE í næsta mánuði;-)
Skrifa ummæli
<< Home