Gréta Dögg 7 ára
Þann 21.júní 2000 varð jarðskjálfti rétt eftir miðnætti og rétt fyrir klukkan 9 um morguninn vorum við komin upp á fæðingardeild. Ljósmóðirin athugaði með hríðarnar og fannst þær ekkert svo harðar svo hún bjóst við að ég mætti bara fara aftur heim, en ákvað svo að skoða mig betur. Ég var þá bara komin með 7 í útvíkkun og ekkert á leiðinni heim og rétt á eftir missti ég vatnið svo ég var alls ekkert á leiðinni heim.
Á leiðinni upp á spítala hugsaði ég með mér hvað þetta væri ótrúlegt....ljósmóðirin sem var með okkur í mæðraskoðun og á foreldranámskeiðinu hafði sagt við mig að hún hefði svo góða tilfinningu fyrir þessu öllu hjá mér, að ég myndi fara í gegnum þetta allt án nokkurra vandkvæða og þetta myndi reynast mér létt, það væri oft þannig hjá grönnum og háum konum sagði hún. Hún sagðist hafa þannig tilfinningu að ég færi í gegnum þetta lyfjalaust og þegar hún sá dagsetninguna sem sónarinn sagði til um sór hún nánast að barnið kæmi í heiminn á þessum degi, þar sem 21.júní er sumarsólstöður, lengsti dagur ársins og hún vildi meina að staða sólar og tungls og þess háttar hefði áhrif.
Allt þetta reyndist rétt hjá henni, Gréta fæddist 21.júní og allt gekk þetta vandræðalaust fyrir sig.
Nokkru áður en Gréta fæddist hafði ég oft heyrt lag í útvarpinu og var Þórir búinn að reyna að ná í það á netinu en gat það einhverra hluta vegna ekki. Lagið var "Could I have this kiss forever" með Whitney Houston og Enrique Iglesias. Mér fannst lagið svo ofsalega flott og þegar við vorum á fæðingardeildinni settum við útvarpið á og í miðjum hríðum heyrði ég þetta lag og sagði við Þóri að þetta væri lagið...og var þá náttúrulega að meina lagið í útvarpinu en hann greyið var ekki alveg að átta sig á þessu enda upptekinn við að stjana við mig og hélt eflaust að ég væri að meina að hann væri að standa sig!!!! Ég þurfti því að útskýra fyrir honum og ljósmóðurinni að það væri lagið í útvarpinu sem ég væri að tala um!!!
Ljósmóðurinni fannst þetta frekar fyndið, að kona í miðjum hríðum væri að pæla í hvaða lag væri í útvarpinu en þetta er mér sérlega minnisstætt.
Þess vegna fannst mér það ótrúleg tilviljun að í dag þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni og leit á klukkuna og sá að hún var 16.15 ,en Gréta fæddist einmitt klukkan 16.15, að þá hljómaði á Léttbylgjunni þetta sama lag á þessum sama tíma!!!!!!!!!!
Ég greip símann og hringdi í Grétuna mína og sagði henni að hlusta á lagið, en við eigum það í tölvunni og ég spila það oft og rifja upp þennan stórkostlega dag fyrir 7 árum þegar yndislega dóttir mín fæddist.
Elsku Grétan mín, til hamingju með daginn og takk fyrir að vera besta stelpan í öllum heiminum :)
Elska þig milljón trilljón billjón endalaust :)
1 Comments:
Þetta er yndisleg færsla...
Innilega til hamingju með dóttur þína og mér sýnist á öllu að hún sé ansi heppin að eiga þig að.. Já þið eruð heppnar að eiga hvor aðra að..... Knús til ykkar.
Skrifa ummæli
<< Home