þriðjudagur, júní 12, 2007

Til eyja með rellu frá Rvk


Pabbi bauð okkur Grétu að fljúga með sér til eyja sl. föstudagskvöld sem við og gerðum auk annars flugmanns.
Veðrið var eins og best verður á kosið, algert logn og bjart. Því var virkilega gaman að fljúga með pínulítilli rellu (4-5 manna vél) og geta séð landið svona vel.
Ég er svoddan skræfa, er svo gasalega lífhrædd og greyið pabbi heldur að ég treysti honum ekki...en það er ekki það...þetta er bara lífhræðsla, hræðsla um að eitthvað hræðilegt muni gerast...svona er ég og hef alltaf verið og verð eflaust alltaf, sama hvað ég reyni að losa mig við þessar óþarfa áhyggjur!!
Ég tók nokkra kippi í skýja-þokubakkanum sem við flugum í...alltof lengi að mínu mati...og svo var dálítið misvinda á brautarendanum og svolítill hristingur og hjartað í mér tók kipp en Gréta sat bara alveg kyrr, leit svo á mig og sagði: SKRÆFA!!!!
Eins gott að barnið erfir ekki þennan aumingjaskap móður sinnar!!
Og hún bætti um betur þegar við komum í flugstöðina og mamma sagði að ég væri alger hetja að þora þessu og spurði svo hvort ég hefði verið hrædd en ég neitaði því og þá heyrist í Grétu: jú víst mamma, þú varst skíthrædd!!!!!!

Dvölin í eyjum var notaleg að vanda, humari í hádegismat, grillað lambakjöt í kvöldmat, videokvöld, settar niður kartöflur og við pabbi röltum svo Skansfjöruhringinn...mikið gasalega er gott að vera í eyjum í svona kyrru veðri, sé að LOGN er það sem skiptir mestu máli. Það var svo gott að fara Skansinn í logni og úða.

Kom svo heim með Herjólfi á sunnudagskvöld en Gréta mín er enn í eyjum, hjá ömmu og öðrum ættingjum og vinum og hefur það svona líka gott. Hún og mamma koma svo á fimmtudag til að hjálpa til við að undirbúa útskriftarveisluna okkar Grétu!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home