Fjölskyldufótboltaæfing
Í dag var fjölskyldufótboltaæfing hjá Grétu og hennar flokki. Þá (m)áttu foreldrar, systkini og/eða vinir koma með á fótboltaæfinguna og Gréta bauð Ástu vinkonu sinni að koma með.
Við fórum því þrjár saman og það var ansi fjölmennt á æfingunni, mikið gaman og mikill spenningur hjá stelpunum.
Við byrjuðum á Stórfiskaleik og svo var svona keðjuleikur, bara svona eins og þegar ég var í leikfimi hér í denn!!
Nú svo var bara skipt í 3 lið og við Gréta lentum saman í liði :) og svo var bara spilað. Þvílík stemmning og svaka stuð....sérstaklega hjá fullorðna fólkinu heheheheehe...nokkuð um glæsileg tilþrif og sumir tóku þetta alvarlegar en aðrir!!!
Nokkrar stelpur fóru grátandi af velli en enginn slasaðist alvarlega ;)
Efir æfinguna var gantast með hvort ekki væri hægt að fá salinn eftir æfingu stelpnanna svo við foreldrarnir gætum æft og spilað...hehehe...það væri nú sjón að sjá!!!
Þetta var gasalega gaman og ég öfunda Grétu að eiga þetta allt eftir...ef hún endist eitthvað í boltanum...hún er pínu eins og mamma sín...ekki alveg nógu frek og ákveðin...en það kemur kannski...og vonandi bara á vellinum...hehehheehe
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home